Að ströndum Íslands skolast rusl sem kemur alls staðar að úr heiminum – okkar eigið rusl og annarra. Talið er að 70% alls rusls endi í lífkerfi hafsins, 15% flýtur um í sjónum og önnur 15% skolast upp á strendur landsins.
Fegurð fjarða er margþætt samstarfsverkefni heimamanna við Siglufjörð, Ólafsfjörð og Eyjafjörð, listamanna og Vitafélagsins-íslensk strandmenning. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar og læra að taka ábyrgð á umgengni við haf og strönd.
Á tímabilinu 1. júní til 1. október 2025 verða fjölbreyttir viðburðir í boði í formi fræðslu, listsköpunar, gjörninga, tónlistar og myndlistar, auk ljósmyndasýninga og fræðslusýninga á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Svarfaðardal, Hrísey, Hjalteyri, Akureyri og Grenivík.
Allar ljósmyndir eru teknar af Veigu Grétarsdóttur.
Rubbish from all over the world washes up on Iceland´s shores – our own and that of others. It is estimated that 70% of all waste ends up in the ocean’s ecosystem, 15% floats in the sea, and another 15% washes up on the country’s beaches.
The Beauty of Fjords is a multifaceted collaborative project involving locals from Siglufjörður, Ólafsfjörður and Eyjafjörður, artists, and the Icelandic Lighthouse Society-Coastal Culture. The aim is to raise awareness and promote a sense of responsibility in how we interact with the ocean and coastline.
From June 1 to October 1, 2025, a variety of events will take place in the form of education, art creation, performances, music, and visual arts, as well as photography exhibitions and educational exhibitions in Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Svarfaðardalur, Hrísey, Hjalteyri, Akureyri, and Grenivík.
All photographs are taken by Veiga Grétarsdóttir.